Sálin Hans Jóns Míns
"Syngjandi sveittur"
Sælt veri fólkið, skyrhvítt og skóbrúnt.
Ég tigna það að sjá ykkur brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.
Ég er syngjandi sveittur.
Stend hér í kvöld.
Á þessu ég aldrei verð þreyttur
þó líði ár og öld.
Vorið er komið og grundirnar gróa.
Dillið ykkur vilt og galið brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.
Ég er syngjandi sveittur...