Nýdönsk
"Blásið"
Fljúgum fríður flokkur
þar fer lúðrasveit.
Svanir svífa yfir okkur.
Sé ég gæs á beit.
Rúta upp til sveita,
fögur er landsbyggðin.
Ég man seint hvað þau heita;
nýmörg kauptúnin.
Viðlag:
Síðan er áð til að hægja á sér,
þeir gleyma mér.
Með lúðurinn að vopni,
leggst ég á bakið og halla mér,
skellihlæ.
Einn uppi á kili í óbyggðum.
Bið ég til ég til guðs og vona,
bjargi mér básúnan.
Löguð líkt og kona.
Horfin er samviskan.
Viðlag... (Í þátíð)